Áfangar í boði

Course Image Tankurinn - Sýnishorn

Hér getur að líta hvernig TANKURINN, stafræna kennslukerfið okkar lítur út. Námskeiðið sem þú sérð hér er Grunnámið okkar, alþjóðlega vottað Markþjálfanám - fyrir alla sem eru tilbúnir í víðtæka persónulega stefnumótun og vilja læra að hjálpa öðrum að sigra sjálfan sig á sama tíma!

Í þessu sýnishorni eru eingöngu fyrstu tveir dagarnir "sýnilegir" og það gefur þér góða hugmynd um hvernig útlit og virkni Tanksins er. Njóttu þess að skoða hvað er í boði með því að smella og prófa þig áfram. Það sem gefur öllum námskeiðum okkar er hversu marglaga þau eru. Öll námskeiðin okkar eru með að lágmarki þrjú lög:

  1. Undirbúningur - þar sem nemendur hafa tækifæri á að kynnast efninu sem tekið er fyrir á námskeiðinu og eru þar af leiðandi undirbúnari fyrir þau efnistök sem bíða þeirra.
  2. Námskeiðið - þar sem er að finna fjölbreytt efnistök, svo sem allar slæður sem notaðar eru við kennslu, kennslumyndbönd sem tengjast því efni sem tekið er fyrir ásamt öðru efni sem nemendur geta nýtt til að ná betri tökum og víðtækari skilningi á efninu.
  3. Eftirfylgni - þar sem er að finna ýmsan fróðleik, verkefni og oft leiðbeiningar sem hjálpa nemendum að innleiða þá nýju þekkingu sem þeir búa yfir eftir námskeiðið - því okkar reynsla hefur kennt okkur að þekkingin ein og sér innifelur ekki í sér raunveruleg verðmæti fyrir nemandann - verðmætin liggja í því að kunna að innleiða þekkinguna og koma henni í traustan farveg, bæði í lífi og starfi. 

Course Image Grunnnám í Markþjálfun - Það besta kallað fram!

Alþjóðlega vottað Markþjálfanám - fyrir alla sem eru tilbúnir í víðtæka persónulega stefnumótun og vilja læra að hjálpa öðrum að sigra sjálfan sig á sama tíma!

Markþjálfunarnám Profectus er bæði hagnýtt og þroskandi nám bæði fyrir þá sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu og þá sem hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar. Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur. Markþjálfun er ein áhrifaríkasta leiðin sem um getur til að skapa meiri vöxt og til að auka árangur. Lykilhlutverk markþjálfa er að vera ávalt og í senn styðjandi og áskorandi við að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og ganga í gegnum breytingar.

Course Image Coaching Training - Brining Out the Best

Welcome to our Training Program - Bring Out the Best! 

Embark on a transformative journey in the world of coaching as you take your first step towards becoming a Coach. Our comprehensive training is designed to provide you with a solid foundation in coaching principles and techniques, equipping you with the skills and knowledge needed to excel in the coaching industry. Join us as we unlock your potential and empower you to inspire positive change in the lives of others through the art of coaching.

Course Image Framhaldsnám í markþjálfun

ACTP-vottað framhaldsnám í fyrir þá sem vilja fara alla leið, ná sér í alþjóðlega vottun og skipta sköpum. Framhaldsnámið hjá okkur er sérstaklega hugsað fyrir þá sem skapa sér starfsvettvang sem markþjálfar og/eða teymisþjálfar og bera efnistökin í náminu þess skýr merki.

Við bjóðum alla velkomna í framhaldsnámið til okkar sem hafa: 
a) lokið ICF-vottuðu grunnnámi hjá viðurkenndum fræðsluaðila og 
b) hafa markþjálfað í a.m.k. 30 klst. þegar námið hefst. 

Framhaldsnámið okkar er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja bæta verulega við færni sína í hlutverki markþjálfans með því læra og tileinka sér þá mikilvægu færni sem einstaklingar og sér í lagi fyrirtæki eru að kalla eftir. Stór partur af náminu er að undirbúa nemendur fyrir ICF-vottun sem annað hvort „ACC-markþjálfi“ ef þeir hafa náð 100 klst. reynslu við námslok eða jafnvel „PCC-markþjálfi“ ef nemandi er kominn með 500 klst. er hann lýkur námi.


Course Image Fjarnám - Grunnnám í markþjálfun

Fjarnám fyrir þá sem vilja sigra sjálfan sig og læra að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Í markþjálfanámi læra nemendur að skilja betur og vinna með þau öfl sem eru ráðandi þegar tökum og fylgjum eftir mikilvægum ákvörðunum. Nemandinn lærir að færni hans í hlutverki markþjálfa snýst ekki um hvað hann kann eða gerir - heldur í því hver hann er.  

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum í að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið lengi í sviðsljósinu. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem þeir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða upp á nýtt.

Í markþjálfanámi öðlast nemendur skýrari sýn á sjálfan sig og lærir að skilja þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða okkur skortir hugrekki til að taka. Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir, heldur hver hann er.


Course Image Söluþjálfun

360° Söluþjálfun - Listin að selja betur! - hefur lengi verið eitt vinsælasta námskeiðið okkar. Það nýtist sölufólki á öllum sviðum, sama hvort um er að ræða B2C sölu eða B2B sölu á alþjóðavettvangi.

Námskeiðið ýtir undir eina mikilvægustu viðhorfsbreytingu sem sölumaður getur tileinkað sér, það er þegar hann hættir að selja og einbeitir sér frekar og meira að því að hjálpa viðskiptavininum að kaupa sínar vörur. Dýrmætasta þekking sölumannsins liggur í sjálfsþekkingu hans. Til að efla innsæi og styrkja tengslamyndun þarf sölumaðurinn fyrst að læra að þekkja sjálfan sig og átta sig á því að skoðanir hans og viðhorf eiga hvorki að vera ráðandi eða leiðandi í samskiptum við viðskiptavini því listin að selja gengur mestmegnis út á að aðstoða fólk við að kaupa þínar vörur.

Á námskeiðinu er meðal annars notast við hið alþjóðlega NBI-litakerfi til að útskýra með einföldum hætti hvernig hægt er að læra að lesa vísbendingar sem nýtast við þarfagreiningu, kynningar, við lokun sölu og eftirfylgni, því rannsóknir hafa sýnt fram á að það kostar allt að sex sinnum meira að ná í nýja viðskiptavini en að halda í þá sem fyrir eru.


Course Image Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!

 „Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!“ er markviss leið upp úr djúpum hjólförum vanans og stórt skref fyrir þá sem vilja læra að byrja á réttum enda og ná árangri í stað þess hætta við eða gefast upp. Þessi síða er stuðningur fyrir þá sem eiga bókina og vilja vinna með enn markvissari hætti í að ná markmiðum þínum.

Course Image Tilfinningagreind EQ-i 2.0

Tilfinningagreind (TG) er mengi tilfinningalegrar og félagslegrar færni sem hefur afgerandi áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við tjáum okkur, viðhöldum félagslegum tengslum, tökumst á við áskoranir og nýtum þau tækifæri sem okkur gefast. Hún hefur með afgerandi hætti áhrif á hvernig við túlkum þær upplýsingar sem við skynjum - tilfinningar!

Sögu hugtaksins um tilfinningagreind rekja flestir aftur til 1995 þegar Goleman gaf út samnefnda bók en upphafið má rekja aftur um 40 ár, til verka Gardines og Bar-On árið 1983. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking á tilfinningagreind og mikilvægi hennar vex stöðugt. Því er það kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og aðgengi okkar að heiminum og öllu því sem í honum fyrir finnst hefur aldrei verið meira. Þá hefur andleg fjarvera aldrei verið meiri og sífellt fleiri upplifa skort á nánd og félagslegum tengslum. 

Þörfin fyrir dýpri skilning á hlutverki tilfinninga við líf okkar og störf hefur aukist hratt og rannsóknir benda endurtekið til þeirrar staðreyndar að einstaklingar sem mælast með mikla tilfinningagreind njóta þess á flestum sviðum vegna áhrifa tilfinninga á nánast allt sem þeir taka sér fyrir hendur. 

Course Image Breyttu áskorunum í tækifæri!

Námskeiðið „Breyttu áskorunnum í tækifæri!“ er markviss leið upp úr djúpum hjólförum vanans og stórt skref fyrir þá sem vilja læra að byrja á réttum enda og ná árangri í stað þess hætta við eða gefast upp. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar og er einstakt tækifæri til innri tiltektar og hefur hjálpað ótrúlega mörgum að marka sér nýja stefnu og finna sína leið.

Course Image Mentor Coaching - Leiðin að ACC-vottun

ACC-mentormarkþjálfun - fyrir alla sem ætla sér að stíga skrefið til fulls. Þetta er sérsniðið og ICF-viðurkennt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og gæði markþjálfar með því að sækja sér alþjóðlega ACC vottun hjá International Coach Federation – ICF.

Áhersla á grunnhæfnisþætti og siðareglur ICF og að styrkja þig sem öflugan og alþjóðlega vottaðan markþjálfa. Grunnur námskeiðsins er byggður á kröfum ICF um 10 klst. mentormarkþjálfun sem viðbót við viðurkennt nám fyrir ACC vottun. Það má geta þess hér að þessi mentormarkþjálfun er innifalin í framhaldsnáminu í markþjálfun hjá Profectus, þannig að ef þú hefur í hyggju að taka framhaldsnámið hjá okkur, þá þarftu ekki að taka þennan hluta.

Course Image Fyrrverandi nemendur í markþjálfun

Aðgangur að þessu svæði hafa nemendur frá útskrift og í ótakmarkaðan tíma eftir það!

Á þessu svæði er að finna allt það efni sem stendur nemendum til boða sem læra markþjálfun hjá Profectus. Þegar við endurbætum námsefnið okkar (sem er í stöðugri skoðun) þá munum við bæta því efni hér inn. Þannig hafa allir okkar fyrrverandi nemendur ávalt aðgang að öllu því nýjasta efni, myndböndum og æfingum sem í boði er. 

Í upphafi var hugmynd okkar að veita fyrrverandi nemendum aðgang að Tankinum í 12 mánuði eftir útskrift en við höfum fallið frá þeirri hugmynd. Við höfum nú ákveðið að allir nemendur sem læra markþjálfun hjá okkur hafa ótakmarkaðan aðgang að Tankninum og þar af leiðandi alltaf aðgeng að öllu því sem við komum til með að bæta við námsefnisflóru okkar um ókomna tíð.

Markþjálfun er ung grein og stöðugar breytingar eru að eiga sér stað hjá ICF og því finnst okkur mikilvægt að nemendur okkar hafi tækifæri á að viðhalda þekkingu sinni í takti við þær breytingar þannig að þeir séu ávallt "Up To Date" með allt það nýjasta sem er að gerast í markþjálfunarheiminum hverju sinni.

Course Image 360° hugsun

Hér er að finna glærur og nánari upplýsingar sem tengjast fyrirlestrinum sem við héldum hjá ykkur.

Course Image ACTP Kennnaragátt - fyrir kennara í Framhaldsnámi Profectus

Hér er að finna allt sem þarf til kennslu í framhaldsnáminu.

Course Image Kennarastofan

Hér inni er að finna allt það efni sem kennarar þurfa við kennslu í Grunnnáminu.