Valkostir við innritun

Course Image Fyrrverandi nemendur í markþjálfun

Aðgangur að þessu svæði hafa nemendur frá útskrift og í ótakmarkaðan tíma eftir það!

Á þessu svæði er að finna allt það efni sem stendur nemendum til boða sem læra markþjálfun hjá Profectus. Þegar við endurbætum námsefnið okkar (sem er í stöðugri skoðun) þá munum við bæta því efni hér inn. Þannig hafa allir okkar fyrrverandi nemendur ávalt aðgang að öllu því nýjasta efni, myndböndum og æfingum sem í boði er. 

Í upphafi var hugmynd okkar að veita fyrrverandi nemendum aðgang að Tankinum í 12 mánuði eftir útskrift en við höfum fallið frá þeirri hugmynd. Við höfum nú ákveðið að allir nemendur sem læra markþjálfun hjá okkur hafa ótakmarkaðan aðgang að Tankninum og þar af leiðandi alltaf aðgeng að öllu því sem við komum til með að bæta við námsefnisflóru okkar um ókomna tíð.

Markþjálfun er ung grein og stöðugar breytingar eru að eiga sér stað hjá ICF og því finnst okkur mikilvægt að nemendur okkar hafi tækifæri á að viðhalda þekkingu sinni í takti við þær breytingar þannig að þeir séu ávallt "Up To Date" með allt það nýjasta sem er að gerast í markþjálfunarheiminum hverju sinni.

Sjálfinnritun (Nemandi)