• Undirbúningur

  Velkomin(n) í nám í Markþjálfun!

  Það eru fæstir sem gera sér í raun grein fyrir því hvað nám í markþjálfun er í raun kraftmikið og oft umbreytandi ferli fyrir nemendur.

  Í náminu lærir þú að tileinka þér hlutverk markþjálfans í þeim tilgangi að hjálpa öðrum að ná lengra í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur. 

  Til að verða góður markþjálfi þarf nemandinn sjálfur að prófa á eigin skinni öll þau verkfæri og aðferðir sem hann mun nýta í þessu nýja hlutverki. Það má því segja að námið í heild sinni sé einstakt tækifæri til að taka til hjá sjálfum sér áður en öðrum er boðið til veislu. 

  Við leyfum okkur að fullyrða að námið okkar hefur farið fram úr væntingum þeirra sem hafa lært markþjálfun hjá okkur. Við viljum að þú gerir miklar væntingar til okkar sem að náminu stöndum því við leyfum okkur að gera talsverðar væntingar til ykkar nemenda á meðan náminu stendur. 

  Velkomin(n) í hópinn - við hlökkum til að fá að kynnast þér betur!

  Kærlelikskveðja,

  Ingvar Jónsson

  Ingvar Jónsson

  Framkvæmdastjóri

  PROFECTUS