Valkostir við innritun
ACTP-vottað framhaldsnám í fyrir þá sem vilja fara alla leið, ná sér í alþjóðlega vottun og skipta sköpum. Framhaldsnámið hjá okkur er sérstaklega hugsað fyrir þá sem skapa sér starfsvettvang sem markþjálfar og/eða teymisþjálfar og bera efnistökin í náminu þess skýr merki.
Við bjóðum alla velkomna í framhaldsnámið til okkar sem hafa:
a) lokið ICF-vottuðu grunnnámi hjá viðurkenndum fræðsluaðila og
b) hafa markþjálfað í a.m.k. 30 klst. þegar námið hefst.
Framhaldsnámið okkar er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja bæta verulega við færni sína í hlutverki markþjálfans með því læra og tileinka sér þá mikilvægu færni sem einstaklingar og sér í lagi fyrirtæki eru að kalla eftir. Stór partur af náminu er að undirbúa nemendur fyrir ICF-vottun sem annað hvort „ACC-markþjálfi“ ef þeir hafa náð 100 klst. reynslu við námslok eða jafnvel „PCC-markþjálfi“ ef nemandi er kominn með 500 klst. er hann lýkur námi.
Kennari: Ingvar Jónsson