Valkostir við innritun
Námið er fyrir alla sem formleg eða óformleg mannaforráð eða bera með beinum eða óbeinum hætti ábyrgð á verkum, samskiptum, árangri eða þróun og vexti annarra. Mikil áhersla er lögð á að efla sjálfsþekkingar- og samskiptafærni.
STÖÐUGAR UMBÆTUR OG FRAMFARIR NEMENDA
Valdeflandi forysta er umfram allt reynslumiðað nám þar sem nemendur eru hvattir til að innleiða lærdóm sinn á meðan náminu stendur. Þar er stuðst við PAMF hringrásina - mjög gagnlegt verkfæri til að stuðla að stöðugum og markvissum lærdómi í náminu, sérstaklega þegar verið er að fara inn á og um ótroðnar slóðir og prófa nýja þekkingu nýtt verklag, nýja ferla, nýjar hugsun eða við innleiðingu annarra nýjunga, þar sem reynsla og þekking er mögulega ekki til staðar – ennþá.
Þessi hugmyndafræði er í fullkomnu samræmi við „Reynslumiðað nám“ (e. Experimential learning). Reynslumiðað nám er hugmyndafræði sem tekin er úr kennslufræðum og felur í sér reynslumiðaðan lærdóm, stöðugt endurmat og ígrundun. Hún byggir alfarið á virkri þátttöku í raunverulegum aðstæðum, frekar en að framfylgja eingöngu leiðbeiningum kennara um hvað eigi að gera og hvernig eigi að gera það sem getur í sumum tilvikum verið í andstöðu við þá hugmyndafræði sem nemendur hafa tileinkað sér áður.
Kennari: Sigurður Haraldsson
Kennari: Ingvar Jónsson
Kennari: Valdimar Svavarsson