Valkostir við innritun

Course Image Söluþjálfun

360° Söluþjálfun - Listin að selja betur! - hefur lengi verið eitt vinsælasta námskeiðið okkar. Það nýtist sölufólki á öllum sviðum, sama hvort um er að ræða B2C sölu eða B2B sölu á alþjóðavettvangi.

Námskeiðið ýtir undir eina mikilvægustu viðhorfsbreytingu sem sölumaður getur tileinkað sér, það er þegar hann hættir að selja og einbeitir sér frekar og meira að því að hjálpa viðskiptavininum að kaupa sínar vörur. Dýrmætasta þekking sölumannsins liggur í sjálfsþekkingu hans. Til að efla innsæi og styrkja tengslamyndun þarf sölumaðurinn fyrst að læra að þekkja sjálfan sig og átta sig á því að skoðanir hans og viðhorf eiga hvorki að vera ráðandi eða leiðandi í samskiptum við viðskiptavini því listin að selja gengur mestmegnis út á að aðstoða fólk við að kaupa þínar vörur.

Á námskeiðinu er meðal annars notast við hið alþjóðlega NBI-litakerfi til að útskýra með einföldum hætti hvernig hægt er að læra að lesa vísbendingar sem nýtast við þarfagreiningu, kynningar, við lokun sölu og eftirfylgni, því rannsóknir hafa sýnt fram á að það kostar allt að sex sinnum meira að ná í nýja viðskiptavini en að halda í þá sem fyrir eru.


Sjálfinnritun (Nemandi)