Valkostir við innritun
ACC-mentormarkþjálfun - fyrir alla sem ætla sér að stíga skrefið til fulls. Þetta er sérsniðið og ICF-viðurkennt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og gæði markþjálfar með því að sækja sér alþjóðlega ACC vottun hjá International Coach Federation – ICF.
Áhersla á grunnhæfnisþætti og siðareglur ICF og að styrkja þig sem öflugan og alþjóðlega vottaðan markþjálfa. Grunnur námskeiðsins er byggður á kröfum ICF um 10 klst. mentormarkþjálfun sem viðbót við viðurkennt nám fyrir ACC vottun. Það má geta þess hér að þessi mentormarkþjálfun er innifalin í framhaldsnáminu í markþjálfun hjá Profectus, þannig að ef þú hefur í hyggju að taka framhaldsnámið hjá okkur, þá þarftu ekki að taka þennan hluta.