Undirbúningur
Velkomin(n) í nám í Markþjálfun!
Það eru fæstir sem gera sér í raun grein fyrir því hvað nám í markþjálfun er í raun kraftmikið og oft umbreytandi ferli fyrir nemendur.
Í náminu lærir þú að tileinka þér hlutverk markþjálfans í þeim tilgangi að hjálpa öðrum að ná lengra í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur.
Til að verða góður markþjálfi þarf nemandinn sjálfur að prófa á eigin skinni öll þau verkfæri og aðferðir sem hann mun nýta í þessu nýja hlutverki. Það má því segja að námið í heild sinni sé einstakt tækifæri til að taka til hjá sjálfum sér áður en öðrum er boðið til veislu.
Við leyfum okkur að fullyrða að námið okkar hefur farið fram úr væntingum þeirra sem hafa lært markþjálfun hjá okkur. Við viljum að þú gerir miklar væntingar til okkar sem að náminu stöndum því við leyfum okkur að gera talsverðar væntingar til ykkar nemenda á meðan náminu stendur.
Velkomin(n) í hópinn - við hlökkum til að fá að kynnast þér betur!
Kærlelikskveðja,
Ingvar Jónsson
Framkvæmdastjóri
PROFECTUS
Undirbúningur fyrir námið
Hér finnur þú bækling með almennum upplýsingum um námið og framvinduna ásamt lýsingu á heimavinnu nenemda á milli lotna.
Siðareglurnar okkar eru forsenda trausts og trúnaðar á meðan náminu stendur. Áður en þú mætir þá biðjum við þig að:
- Ná í siðareglurnar með því að hlaða þeim niður í tölvuna hjá þér.
- Lesa þær vel!
- Prenta þær út
- Skrifa undir þær
- Koma með þær með þér þegar þú mætir fyrsta daginn
Á meðan náminu stendur munt þú fara í gegnum talsverða sjálfsskoðun. Markþjálfinn er verkfærið og forsenda þess að vaxa vel út í hlutverkið er að vera opin(n) og heiðarleg(ur) fyrir því hver þú ert, hvaðan þú kemur og hvert þú ert að fara.
Hér finnur þú nokkrar krefjandi spurningar. Gefðu þér þann tíma sem þú þarft til að finna svörin þín. Þetta er ekki próf og þú þarft ekki að deila þessu með samnemendum þínum frekar en þú kýst.
Kennslumyndbönd
Er allt eins og það á að vera?
Hér er „spurningalisti“ þar sem þú getur sannreynt að þú hafir gert allt sem ætlast er til áður en þú mætir til leiks.
Þegar það á við gefum við þér tækifæri á að kanna stöðu þína með því að fara yfir nokkrar spurningar sem tengjast efnistökum námsins.
Hér getur þú nú kannað hvort þú hafir örugglega undirbúið þig með fullnægjandi hætti og sért eins tilbúin(n) og í þínu valdi stendur.
Umræður og vangaveltur ...
- Hér sendum við út tilkynningar til allra í hópnum þegar á þarf að halda.