Course Image Tankurinn - Sýnishorn

Hér getur að líta hvernig TANKURINN, stafræna kennslukerfið okkar lítur út. Námskeiðið sem þú sérð hér er Grunnámið okkar, alþjóðlega vottað Markþjálfanám - fyrir alla sem eru tilbúnir í víðtæka persónulega stefnumótun og vilja læra að hjálpa öðrum að sigra sjálfan sig á sama tíma!

Í þessu sýnishorni eru eingöngu fyrstu tveir dagarnir "sýnilegir" og það gefur þér góða hugmynd um hvernig útlit og virkni Tanksins er. Njóttu þess að skoða hvað er í boði með því að smella og prófa þig áfram. Það sem gefur öllum námskeiðum okkar er hversu marglaga þau eru. Öll námskeiðin okkar eru með að lágmarki þrjú lög:

  1. Undirbúningur - þar sem nemendur hafa tækifæri á að kynnast efninu sem tekið er fyrir á námskeiðinu og eru þar af leiðandi undirbúnari fyrir þau efnistök sem bíða þeirra.
  2. Námskeiðið - þar sem er að finna fjölbreytt efnistök, svo sem allar slæður sem notaðar eru við kennslu, kennslumyndbönd sem tengjast því efni sem tekið er fyrir ásamt öðru efni sem nemendur geta nýtt til að ná betri tökum og víðtækari skilningi á efninu.
  3. Eftirfylgni - þar sem er að finna ýmsan fróðleik, verkefni og oft leiðbeiningar sem hjálpa nemendum að innleiða þá nýju þekkingu sem þeir búa yfir eftir námskeiðið - því okkar reynsla hefur kennt okkur að þekkingin ein og sér innifelur ekki í sér raunveruleg verðmæti fyrir nemandann - verðmætin liggja í því að kunna að innleiða þekkinguna og koma henni í traustan farveg, bæði í lífi og starfi.